Söluskilmálar – IHANNA HOME

Eftirfarandi skilmálar gilda um kaup á vefverslun IHANNA HOME. Ihanna ehf áskilur sér rétt til að breyta þessum skilmálum fyrirvaralaust. Viðskiptavinir verfverslunarinnar bera ábyrgð á að fylgjast með skilmálunum. Með því að versla á verfversluninni okkar samþykkir viðskiptavinur okkar sjálfkrafa viðkomandi skilmála.

kt. Ihanna ehf. 690609-1690

vsk númer: 104788

 

Verð og greiðslur

Öll verð eru með 24% virðisaukaskatti. Ihanna ehf. áskilur sér rétt til að breyta verði eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.

Þegar verslað er vefversluninni okkar ábyrgist þú að allar upplýsingar sem þú gefur upp séu réttar og að þú sért rétthafi kreditkorts sem notað er við greiðslu.

Á vefverslun IHANNA HOME er tekið á móti öllum kreditkortum. Greiðslur fara fram á vörðu svæði þar sem kortanúmerin eru dulkóðuð. Um leið og viðskiptavinur ákveður að kaupa vöru fer hann inn í læst umhverfi þar sem allar upplýsingar um viðskiptin, þ.m.t. kortanúmerin eru dulkóðuð. Kortafærslan fer fram sama dag og vara er send frá okkur.

Sendingarkostnaður

Við sendum vörur okkar um heim allan. Flutningstími er misjafn eftir áfangastað. Innan Íslands er flutningstíminn 2-3 dagar, fyrir Evrópu 5-8 dagar og fyrir restina af heiminum uþ.þ.b. 15 dagar. Það er enginn sendingarkostnaður ef verslað er fyrir 15.000 kr. eða meira í vefverslun IHANNA HOME. Ef verslað er fyrir minna en 15.000 kr. innan Íslands er sendingarkostnaður 2000 kr. Íslandspóstur sér um flutning fyrir okkur á Íslandi. Utan Íslands er sendingarkostnaður 3.500 kr. óháð áfangastað og stærð pöntunar. Viðskiptavinir okkar bera ábyrgð á tollum og sköttum viðkomandi lands við komu vöru á áfangastað.

Vöruskil

Veittur er 30 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn því að framvísað sé sölureikningi sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Varan þarf að vera ónotuð og í fullkomnu lagi. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd.

Við leggjum mikla áherslu á að afgreiða hágæða vöru en ef varan stenst ekki væntingar vinsamlegast hafið þá samband með tölvupósti í netfangið: info@ihanna.net

Við endursendingu skal vara send á eftirfarandi heimilisfang:

Ihanna ehf

Hvassaleiti 83

103 Reykjavik

Iceland

Persónulegar upplýsingar

Engar persónuupplýsingar né netföng verða afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Netföng sem skráð eru á vef IHANNA HOME eru skráð á póstlista í eigu IHANNA HOME sem er einungis notaður til að senda áskrifendum upplýsingar um tilboð og viðburði tengda vefnum eða þjónustu okkar.

Annað

Ef þig vantar enn frekari upplýsingar bendum við þér vinsamlegast að senda tölvupóst á: info@ihanna.net