IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi. Innblásturinn kemur úr okkar nærumhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman. Vörurnar okkar eru til sölu í mörgum fallegum verslunum á Íslandi en einnig víða um heim.  Allar vörurnar er líka hægt að versla í vefversluninni okkar hér. 

Fyrirtækið er staðsett í Reykjavík og var stofnað af margverðlaunuða hönnuðinum Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur. 

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir
Framkvæmdastjóri & hönnuður

Iðunn Brynja Sveinsdóttir
Sölu- og Markaðsstjóri